Individualized Training in Acquiring New Skills and Raising Employment Competences -- INSIGHT
hu is lt fr pt bg uk

Verkefnið

 

 

Hugmyndin að baki verkefninu er annars vegar sú að einstaklingar og ráðgjafar sem koma að verkefninu séu meðvitaðir um þá færniþætti sem skipta máli þegar kemur að starfsþróun og símenntun. Hinsvegar að gera færniþætti sem skipta máli, sýnilegri fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem geta þá frekar mætt þörfum starfsfólksins þegar kemur að símenntun og starfsþjálfun. Þannig er leitast við að auka samkeppnishæfni, ekki einungis einstaklinga, heldur einnig fyrirtækja og stofnanna á atvinnumarkaði.


Meginmarkmið verkefnisins er að þróa verkfæri til að styðja við bakið á þeim hópum sem standa hvað verst í því atvinnuleysi sem alþjóðasamfélagið stendur nú frammi fyrir. Unnið verður að því að þróa verkefni sem geta aukið sjálfs­­­traust og sjálfsþekkingu, eflt starfshæfni og jákvæðni gagnvart því að afla sér nýrrar færni til að nýta á vinnumarkaði. Verkefninu er einnig ætlað að brúa bilið milli hæfni einstaklinga og þeirrar hæfni sem vinnumarkaðurinn kallar á og styrkja þannig tengsl vinnu­markaðar og símenntunar.

 

Lokamarkmið verkefnisins er að miðla, uppfæra og þróa frekar þau verkfæri sem urðu til í öðru samvinnuverkefni sem bar heitið JobTool. Í JobTool voru þróuð nýstárleg verkefni og námsefni sem voru hugsuð sem heildræn lausn fyrir unga og eldri atvinnuleitendur til að auka færni sína í atvinnuleit.

 

INSIGHT verkefninu verður sérstaklega beint að hópum sem standa höllum fæti á vinnu­markaði; yngri og eldri atvinnuleitendum, innflytjendum og þeim sem eiga í erfiðleikum með að finna vinnu vegna skorts á menntun, reynslu, tungu­mála­­kunn­áttu og sjálfstrausti. Þá er verkefninu beint að ráðgjöfum þessara hópa. Þess er vænst að verkfærataskanbjóði upp á hagnýt og einföld verkfæri sem tengja saman ráðgjafaferli, þjálfun og atvinnuleit.

 

 

 
Verkefnið er unnið innan ramma Menntaáætlunar Evrópusambandsins og fjármagnað af Evrópu¬sambandinu. Það sem birtist á þessum vef endurspeglar sjónarhorn þeirra sem vinna að verkefninu og er að fullu á þeirra ábyrgð. Evrópusambandið ábyrgist ekki á hvaða hátt upplýsingarnar sem hér birtast verða notaðar. Það sama á við varðandi notkun á merki Evrópusambandsins í tengslum við þennan upplýsingavef.