Individualized Training in Acquiring New Skills and Raising Employment Competences -- INSIGHT
hu is lt fr pt bg uk

Verið velkomin á vefsíðu verkefnisins INSIGHT!


Heimasíðan miðar að því að byggja upp færni einstaklinga í þeirri viðleitni að auka starfsmöguleika og starfsþróun viðkomandi.

Verkefnið er unnið innan ramma Menntaáætlunar Evrópusambandsins og er fjármagnað af stofnuninni.

 

Megin markmið verkefnisins er að þróa verkfæri sem styður við bakið á einstaklingum sem hafa farið hvað verst út úr þeirri efnahagskreppu sem alþjóðasamfélagið  stendur nú frammi fyrir og hefur skilið milljónir manna eftir án atvinnu.

INSIGHT verkefnið gengur út á að virkja atvinnuleitendur með fjölbreyttum verkefnum með það að markmiði að auka sjálfstraust og sjálfsþekkingu, efla starfshæfni og jákvæðni gagn¬vart því að afla sér nýrrar færni til að nýta á vinnumarkaðinum. Verkefninu er einnig ætlað að brúa bilið milli hæfni einstaklinga, þeirrar hæfni sem vinnumarkaðurinn kallar á og styrkja þannig tengsl vinnumarkaðar og símenntunar.

Verkefnið er unnið í samstarfi sjö stofnanna í Evrópu. Þátttökulöndin eru England, Búlgaría, Ísland, Frakkland, Litháen, Ungverjaland og Portúgal. Alþjóðlegir háskólar, rannsóknar-, þjálfunar- og ráðgjafasetur eru meðal þeirra stofnana sem taka þátt í samstarfinu.

 
Verkefnið er unnið innan ramma Menntaáætlunar Evrópusambandsins og fjármagnað af Evrópu¬sambandinu. Það sem birtist á þessum vef endurspeglar sjónarhorn þeirra sem vinna að verkefninu og er að fullu á þeirra ábyrgð. Evrópusambandið ábyrgist ekki á hvaða hátt upplýsingarnar sem hér birtast verða notaðar. Það sama á við varðandi notkun á merki Evrópusambandsins í tengslum við þennan upplýsingavef.